Erlent

Hjátrúafull eldri kona kastaði smápeningum í flugvél

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Konan gæti hafa ruglast á flugvél og gosbrunni en algengt er að kasta smápening í gosbrunn í von um að ósk rætist.
Konan gæti hafa ruglast á flugvél og gosbrunni en algengt er að kasta smápening í gosbrunn í von um að ósk rætist. Vísir/Getty
Hjátrúafullur eldriborgari, sem var farþegi hjá flugfélagi í Suður Kína, olli því að flugi var seinkað. Áttræð kona henti smápeningum í átt að vélarrúmi flugvélarinnar. Að eigin sögn gerði hún þetta til að biðja fyrir því að flugið yrði öruggt. BBC greinir frá.

Einn af þeim níu peningum sem konan kastaði í átt að flugvélinni lenti í vél flugvélarinnar. Viðgerðarmenn voru fengnir á svæðið til að yfirfara alla flugvélina. Farþegar vélarinnar, sem voru 150 talsins, þurftu því að bíða í dágóðan tíma eftir því að lagt yrði af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×