Lífið

Hjart­næm aug­lýsing: Draumur strákanna um EM rættist

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Krúttin Jói Berg, Raggi Sig, Kolli og Hannes Halldórs.
Krúttin Jói Berg, Raggi Sig, Kolli og Hannes Halldórs.
Það styttist óðum í eina stærstu stund íþróttasögu Íslendinga en íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leik á stórmóti þann 14. júní næstkomandi á EM í Frakklandi. Spennan magnast því með hverjum deginum og er byrjað að hita upp fyrir mótið með ýmsum hætti.

Fyrirtækið N1 frumsýndi meðal annars auglýsingu í gær sem gerð var sérstaklega í tilefni EM og leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni landsliðsmarkverði. Í henni má sjá gamlar klippur og myndir af strákunum okkar frá því þeir voru að keppa á knattspyrnumótum hér heima með yngri flokkunum. Eitt þessara móta er einmitt N1-mótið sem haldið er á Akureyri á hverju sumri, en það hét áður Esso-mótið, og hefur verið haldið um árabil.

Auglýsinguna má sjá hér að neðan en þar má meðal annars sjá þá Kolbein Sigþórsson, Hannes Þór og Jóhann Berg Guðmundsson láta ljós sitt skína þegar þeir voru litlir strákar og það að keppa á EM var bara fjarlægur draumur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×