Innlent

Hjartagarðurinn tekur breytingum

Lillý Valgerður Pétursdóttir. skrifar
Minna verður byggt á Hljómalindarreitnum við Laugarveginn en áður var gert ráð fyrir og færri hús rifin. Þetta segir formaður skipulagsráðs borgarinnar sem kynnti nýtt skipulag svæðisins í dag.

Ný deiliskipulög fyrir nokkuð stórt svæði milli Laugavegs og Hverfisgötu voru kynnt í dag. Um er að ræða tvo reiti sem hafa verið kenndir við Hljómalind og Brynju.

Nýju skipulögin fela í sér að minna verður byggt á svæðinu en áður var gert ráð fyrir. Páll Hjaltason formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikla áherslu vera lagða á að vernda götumyndina. Gert sé ráð fyrir að fjögur hús verði rifin á svæðinu. Páll segir það mun færri hús en gert var ráð fyrir að myndu verða fjarlægð í skipulagi sem kynnt var árið 2007.

„Skipulagið núna er mun hófstilltara í uppbyggingu," segir Páll. „Það er verið að halda eftir öllum þeim húsum sem eru kennileiti í borginni. Við Laugarveginn eru hús færð í upprunalegt far og öll hornhús þau halda sér."

Hins vegar mun Hjartagarðurinn þar sem nú er til að mynda aðstaða fyrir hjólabrettafólk breytast, þar sem útisvæðið mun minnka. Á svæðinu munu verða verslanir og jafnvel hótel. Þá mun nokkur fjöldi íbúða rísa.

„Þeir eru að skoða hversu stórar þær verða og hversu margar þær þar af leiðandi verða sem og hvort að eitthvað af þessu verði hugsanlega hótel. Mig minnir að á Hljómalindarreit sé verið að tala um 40-50 íbúðir og eitthvað minna á Brynjureit."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×