Innlent

Hjartadagshlaupið haldið í áttunda sinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ingvar Hjartarson  hljóp á 16:55 min og Andrea Kolbeinsdóttir á 18:37.
Ingvar Hjartarson hljóp á 16:55 min og Andrea Kolbeinsdóttir á 18:37.
Hjartadagshlaupið var haldið í áttunda sinn í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Metfjöldi tók þátt eða ríflega 270 manns.  Hlaupið hófst við Kópavogsvöll og lá leiðin út á Kársnes og endaði á hlaupabrautinni á Kópavogsvelli. Stemningin var góð enda lék veðrið við þátttakendur.

Í fimm kílómetra hlaupinu voru sigurvegarar Ingvar Hjartarson sem hljóp á 16:55 min og Andrea Kolbeinsdóttir á tímanum 18:37. Í 10 km hlaupinu sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir í kvennaflokki á 38:43 min og Geir Ómarsson á 35:43 mínútum.

Strax í kjölfars hlaupsins var gengin Hjartaganga um Kópavogsdal undir leiðsögn Garðyrkjustjóra Kópavogs, Friðriks Baldurssonar.

Hlaupið var haldið í tilefni alþjóðlegs hjartadags en hann er haldinn 29. september  ár hvert. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.




Tengdar fréttir

Tíu prósent lifa biðina ekki af

Tækjaskortur og mannekla ástæðan fyrir löngum biðtíma eftir hjartaþræðingu. Um 10% lifa þennan biðtíma ekki af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×