Innlent

Hjartað sterkara eftir sundsprett í ísilögðu Laugarvatni

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Prófessor í íþróttafræði sem er einn þeirra sem baðar sig vikulega í Laugarvatni þrátt fyrir að vatnið sé nú ísilagt segir að sundið sé heilsusamlegt og styrki hjartað. Sundmennirnir hugumprúðu lofa allir áhrif sundsins á líkama og sál.

Laugarvatn er við frostmark þessa dagana og að hluta til ísilagt. Það hefur hins vegar ekki stöðvað hópinn sem hefur vanið komur sínar í vatnið einu sinni til tvisvar í viku.

„Hjartað verður miklu sterkara eftir svona bað tvisvar í viku. Allt jákvætt,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem telur kalt vatnið gott fyrir líkamann.

Í sama streng taka sundfélagar hans.

„Þetta setur af stað svona hormónaflæði þannig að vellíðunarhormón eins og endorfín og seratónín og allt þetta fer af stað,“ segir Birna Ásbjörnsdóttir, einn sundgarpanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×