Innlent

Hjálpartæki fyrir astmasjúk börn ófáanleg

Sveinn Arnarsson skrifar
Börn geta ekki tekið innöndunarlyf án búnaðarins.
Börn geta ekki tekið innöndunarlyf án búnaðarins. Nordicphotos/Getty
Sérhannaðir plasthólkar til að gefa börnum astmalyf eru ekki til í landinu og hafa verið uppseldir frá miðjum mánuðinum. Ekki er hægt að gefa ungum börnum astmalyf nema með þessum hólkum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það bagalegt ástand að oft á tíðum séu nauðsynleg lyf og tæki ekki til í landinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipi sem þessir plasthólkar eru uppseldir. Lyfsalar sem Fréttablaðið ræddi við segja mjög hvimleitt að geta ekki útvegað foreldrum nauðsynlegt tæki um leið og leyst séu út lyf fyrir börnin. Margir foreldrar fái lyf sem þau geti ekki gefið barni sínu.

„Það hefur oft gerst að bóluefni sem eru valkvæð eru ekki til í landinu í langan tíma. Til að mynda bóluefni gegn hlaupabólu og bóluefni gegn lungnabólgu sem gefið er fullorðnu fólki. Hið síðarnefnda hefur ekki verið til í mjög langan tíma og fá svör fást við því af hverju það er ekki til,“ segir Þórólfur.

Ekkert eftirlit er með því hvort tæki eins og fyrrnefndir plasthólkar séu til í landinu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×