Lífið

Hjálparstarfið gefur Jólin hans Hallgríms

Jóhannes Pálmason (til hægri), formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju, afhenti Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra hjálparstarfsins, gjöfina.
Jóhannes Pálmason (til hægri), formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju, afhenti Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra hjálparstarfsins, gjöfina. MYND/SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON
Hjálparstarf kirkjunnar hefur tekið við 100 eintökum af Jólunum hans Hallgríms. Bókin verður gefin þeim barnafjölskyldum sem þiggja aðstoð um jól.

Steinunn Jóhannesdóttir er höfundur bókarinnar sem segir frá aðventunni í Gröf á Höfðaströnd árið 1621. Þá var Hallgrímur Pétursson sjö ára gamall. Margt hefur breyst á fjórum öldum en þó er jólahald heimilisfólksins í Gröf kunnuglegt. Ljós kviknar í hjörtum mannanna þótt myrkrið grúfi yfir.

Steinunn hefur skrifað sögulegar skáldsögur um Hallgrím Pétursson og Guðríði konu hans. En í Jólunum hans Hallgríms segir hún frá skáldjöfrinum ungum. Myndirnar gerði Anna Cynthia Leplar.

Hallgrímssöfnuður styður Hjálparstarf kirkjunnar. Í messum kirkjunnar er ávallt safnað til hjálparstarfs, kristniboðs og líknarstarfs. Við inngang Hallgrímskirkju er ljósberi og mörg sem koma í kirkjuna kveikja á kertum og stinga pening í bauk þar nærri. Þeir fjármunir fara til líknarstarfs. Árið 2014 verður framlag Hallgrímskirkju til Hjálparstarfs kirkjunnar um 2,4 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×