Fótbolti

Hjálmar kvaddur með stæl eftir síðasta heimaleikinn | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjálmar Jónsson lék sinn síðasta heimaleik fyrir IFK Göteborg þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Elfsborg í kvöld.

Hjálmar kom inn á sem varamaður á 28. mínútu og eftir leikinn var honum fagnað sem hetju.

Hjálmar kom til Göteborg frá Keflavík árið 2002 en hann er að ljúka sínu 14. tímabili með sænska félaginu.

Áhorfendur á Gamla Ullevi fögnuðu Hjálmari vel og innilega og hann var svo tolleraður af samherjum sínum.

Myndband af kveðjustundinni má sjá hér að ofan.

Hjálmar, sem er 36 ára, hefur leikið yfir 300 leiki fyrir Göteborg. Hann varð sænskur meistari með liðinu 2007 og bikarmeistari 2008, 2013 og 2015.

Hjálmar leikur væntanlega sinn síðasta leik fyrir Göteborg þegar liðið sækir Norrköping heim í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×