Innlent

Hjallastefnan fær inni í Engidalsskóla

Sveinn Arnarsson skrifar
Hjallastefnan sendi inn erindi þann 30. apríl þar sem fyrirtækið óskaði eftir húsnæði fyrir starfsemi sína. Þann 21. maí var samþykkt að veita henni aðstöðu í Engidalsskóla. Fræðsluráð hefur ekki tekið samþykktina fyrir á fundi.
Hjallastefnan sendi inn erindi þann 30. apríl þar sem fyrirtækið óskaði eftir húsnæði fyrir starfsemi sína. Þann 21. maí var samþykkt að veita henni aðstöðu í Engidalsskóla. Fræðsluráð hefur ekki tekið samþykktina fyrir á fundi.
Foreldrar barna í Norðurbæ Hafnarfjarðar eru ósáttir við þá tilhögun bæjaryfirvalda að leigja Hjallastefnunni skólahúsnæði á vegum bæjarins í starfstöð Víðistaðaskóla í Engidal fyrir 5. og 6. bekk.

Ásdís Björk Kristjánsdóttir á barn í 4. bekk grunnskólans og því mun það fara í Víðistaðaskóla næsta haust. „Okkur finnst aftan að okkur komið og skiljum ekki þessa tilhögun. Ef rými er til staðar í Engidalsskóla fyrir skólahald í 5. og 6. bekk þykir okkur einsýnt að þau börn sem fyrir eru í skólanum geti haldið áfram námi þar,“ segir Ásdís Björk.

Rósa Guðbjartsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir nægt pláss vera til staðar. „Þetta var gert í góðu samráði við leikskólastjóra og skólastjóra. Hér er um að ræða þrjátíu börn á vegum Hjallastefnunnar og eftir því sem ég kemst næst þá á þessi ráðstöfun ekki að þrengja að þeim börnum sem fyrir eru. Samkomulag um þetta náðist í góðri samstöðu og sátt,“ segir Rósa.

Foreldraráð leikskólans Álfaborgar hefur sent bæjaryfirvöldum bréf þar sem þessi tilhögun er gagnrýnd. Kemur fram í bréfinu að þau telji bæjaryfirvöld hafa farið á svig við eigin stefnu í skóla og fjölskyldumálum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×