Lífið

Hitti ofan í úr 173 metra hæð og var aðeins þremur metrum frá heimsmetinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt skot.
Rosalegt skot.
Körfuboltaliðið Harlem Globetrotter er ótrúlegt lið og hefur það komið nokkrum sinnum til Íslands en liðið heldur sýningar út um heim allan.

Ekki er um venjulegt körfuboltalið að ræða, heldur sérstakt sýningarlið og eru leikmenn þess gæddir þeim hæfileikum að geta gert allskonar trix sem enginn annar getur í íþróttinni.

Einn leikmaður í liðinu kallar sig Buckets Blakes og skellti hann sér á dögunum upp 58 hæðir í Americas-turninum í San Antonio.

Hann gerði sér lítið fyrir og hitti körfubolta ofan í körfu úr þeirri hæð, en Lífið greindi frá því á dögunum þegar Derek Herron sló heimsmet þegar hann hitti ofan af Mauvoisin stíflunni í Sviss. Skotið var úr 180 metra hæð en Blakes hitti úr 177 metra hæð.

Það munaði því engu að um heimsmet væri að ræða. Hér að neðan má sjá skotið í San Antonio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×