Innlent

Hitinn varla yfir 15 stig

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun rigna á ferðamenn næstu daga.
Það mun rigna á ferðamenn næstu daga. VÍSIR/VALLI
Úrkoma og napurleiki munu einkenna veðrið næstu daga ef marka má spákort Veðurstofunnar. Þaulsetið lægðardrag er yfir landinu og því skýjað að mestu og úrkoma í flestum landshlutum næstu daga.

Að sögn veðurfræðings gætu þó myndast myndast glufur í skýjahulunni og sólin brotist fram. Dragið grynnist smám saman og þá aukast líkurnar á því á morgun og hinn.

Landið er baðað svölu lofti og því mun hitinn eiga erfitt með að fara upp fyrir 15 stig. Þá verður svipað veður á morgun og hitatölurnar á bilinu 8 til 14 stig.

Lægðardragið verður hins vegar úr sögunni á fimmtudag en þá taka við mildari austlægar áttir með hlýrra lofti. Það er þó útlit fyrir lægðarbylgu með talsverðri rigningu seint á fimmtudagskvöldi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðaustan 3-8 m/s NV-lands, en annars hægari breytileg átt. Dálítil rigning eða skúrir, en skýjað með köflum og þurrt að kalla á V-landi og Vestfjörðum. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast sunnan- og suðvestanlands.

Á miðvikudag:

Suðaustlæg átt, 3-8 og rigning með köflum eða skúrir í flestum landshltum. Hiti 8 til 15 stig, svalast við N-ströndina.

Á fimmtudag:

Austan 3-10, hvassast syðst. Skýjað og dálítil væta SA-lands, en skýjað með köflum V- og N-til. Vaxandi norðaustanátt með talsverðri rigningu SA-til um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast V- og N-lands.

Á föstudag:

Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 og rigning, en léttir til NA-lands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á NA-til.

Á laugardag:

Austlæg átt og dálítil rigning SA-lands, en léttir víða til V- og N-lands. Hiti 8 til 18 stig, svalast SA-til.

Á sunnudag:

Norðaustlæg átt með rigningu SA-til, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SV-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×