Innlent

Hiti víðast hvar undir meðallagi í ágúst

Gissur Sigurðsson skrifar
Hiti var undir meðallagi í Reykjavík og á Akureyri.
Hiti var undir meðallagi í Reykjavík og á Akureyri. vísir/gva
Tíðarfar í nýliðnum ágústmánuði var talið óhagstætt víða um landið norðan- og austanvert, en annars skárra, segir í samantekt Veðurstofunnar um tíðarfarið. Hiti var  víðast hvar  nokkuð undir meðallagi síðustu tíu ára.

Sérlega úrkomusamt var á norðanverðu Austurlandi, sum staðar í útsveitum norðanlands og á Ströndum, og úrkoma á fáeinum veðurstöðvum meiri en hún hefur áður mælst í ágústmánuði, en suðvestanlands var úrkoman nærri meðallagi.

Hiti var undir meðallagi  í Reykjavík og á Akureyri. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×