Innlent

Hiti víða yfir 10 gráður á landinu

Benedikt Bóas skrifar
Blíða var í Skaftafelli gær.
Blíða var í Skaftafelli gær. Mynd/Sigrún
Mestur hiti á landinu í gær mældist á Seyðisfirði en þar fór hitastigið upp í 12,5 gráður. Í Skaftafelli var einnig mjög hlýtt snemma morguns og fór hitinn mest upp í 11,3 gráður en lækkaði þegar líða tók á daginn.

Hitinn fór víða yfir 10 stig í gær á láglendi en hæsti hitinn á hálendinu mældist í Svartárkoti, 8,7 gráður. 

Sigrún Sigurgeirsdóttir, staðarhaldari í Skaftafelli, kom til vinnu í þjóðgarðinum um ellefuleytið og þá var hitinn byrjaður að falla.

„Það er nú samt ósköp milt og yndislegt veður,“ sagði hún. „Hiti á þessum árstíma þýðir rigning og lélegt skyggni þannig að það sést varla í fjöllin. Ég hugsa að flestir ferðamenn væru ánægðari með 12 stiga frost og útsýni.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×