Körfubolti

Hiti í Framlengingunni: Vandamálið eru dómararnir sem halda að þeir séu rosalega góðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Framlengingin er fastur liður í Domino's Körfuboltakvöldi en þar takast sérfræðingar þáttarins um fimm málefni.

Það er oftar en ekki heitt í kolunum í þessum dagskrárlið og sú varð raunin í þættinum á föstudaginn þar sem þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson fóru mikinn.

Jóni Halldóri var sérstaklega mikið niðri fyrir þegar rætt var um dómgæsluna í vetur.

Jón Halldór, sem er fyrrverandi dómari, er ekki sáttur með frammistöðu margra dómara í vetur.

„Dómgæslan er í frjálsu falli. Mér finnst hún léleg,“ sagði Jón Halldór sem er þó ekki ósáttur við frammistöðu ungu dómaranna sem eru að stíga sín fyrstu skref í efstu deild.

„Þessir ungu strákar sem eru að koma inn í dómgæsluna eru ekki vandamálið. Það eru gaurarnir sem halda að þeir séu rosalega góðir. Þeir eru að skemma þetta. Þeir horfa bara á sjálfa sig og halda að þeir séu guð allmáttugur, mæta í leiki og dæma eins og fávitar. Það er ekkert gert í því,“ sagði Jón Halldór.

„Einu kallarnir sem eru að gera eitthvað eru nýju gaurarnir og bestu dómararnir.“

Framlenginguna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×