Erlent

Hiti að færast í innflytjendamál

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fimm voru fluttir slasaðir á sjúkrahús ýmist með reykeitrun eða brunasár.
Fimm voru fluttir slasaðir á sjúkrahús ýmist með reykeitrun eða brunasár. vísir/afp
Brennuvargur kveikti í mosku í sænska bænum Eskilstuna á jóladag. Á annan tug manns var við bænir þegar kviknaði í og særðust fimm. Heimildir herma að eldsprengju hafi verið kastað í moskuna. Enginn hefur verið handtekinn vegna atviksins.

Íkveikjan varð í kjölfar mikilla deilna á sænska þinginu um hvort herða eigi innflytjendalöggjöf. Margir íbúar Eskilstuna eru af erlendu bergi brotnir en fyrr í ár brutust út átök milli nýnasista og innflytjenda í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×