Golf

Hitar upp með vindil í kjaftinum | Sjáðu flottustu upphitunina í golfinu í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Miguel Ángel Jiménez er engum líkur.
Miguel Ángel Jiménez er engum líkur. mynd/skjáskot
Þeir gerast ekkert mikið meira töff í golfinu í dag en hinn 51 árs gamli Spánverji Miguel Ángel Jiménez.

Þessi litríki og vel skóaði kylfingur mætti í góðum gír á æfingasvæðið á Augusta National-vellinum í gær þar sem Masters-mótið, fyrsta risamót ársins, hefst á morgun.

Á meðan sumir hafa áhyggjur af því að Rory McIlroy sé orðinn of massaður því hann er svo mikið í ræktinni tekur Jiménez lífinu með ró og hitar upp í eina mínútu áður en hringur hefst.

Það gerir hann líka með vindil í kjaftinum og skemmtir áhorfendum um leið, en Spánverjinn er svakalega vinsæll á meðal annarra kylfinga og golfáhugamanna.

Fyrir æfingahringinn í gær tók hann sína víðfrægu upphitun sem sjá má í myndbandinu hér að neðan, en hún er kannski ástæða þess að á löngum ferli hefur hann aldrei unnið risamót né mót á PGA-mótaröðinni.

Allir keppnisdagar á The Masters verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Fáðu þér áskrift hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×