Lífið

Hita upp fyrir Slash

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Dimma mun spila lög af nýrri plötu sinni á tónleikunum.
Hljómsveitin Dimma mun spila lög af nýrri plötu sinni á tónleikunum.
Hljómsveitin Dimma mun hita upp fyrir tónleika einnar mestu rokkgítarhetju sögunnar, Slash, sem kemur hingað til lands með hljómsveit sinni The Conspirators.

„Við erum mjög spenntir og þetta er mikill heiður,“ segir Ingó Geirdal, gítarleikari hljómseitarinnar. Slash, sem flestir þekkja sem gítarleikara Guns N‘Roses, mun koma fram í Laugardalshöll í byrjun desember.

„Guns N‘Roses hafði mikil áhrif á alla meðlimi Dimmu og er átrúnaðargoðið mitt. Ég hef hlustað á hljómsveitina frá árinu 1987 enda er þetta sígild tónlist sem hefur staðist tímans tönn,“ segir Ingó en hann hefur aldrei hitt Slash í eigin persónu og hlakkar því mikið til að hitta goðið.

Dimma mun spila lög af plötu sinni Vélráð sem kom út í júní síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×