Lífið

Hip-hop veisla á Húkkaraballinu í Eyjum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
GKR, Sturla Atlas og Herra Hnetusmjör skemmtu Eyjamönnum í gærkvöldi.
GKR, Sturla Atlas og Herra Hnetusmjör skemmtu Eyjamönnum í gærkvöldi. Vísir/Skjáskot
Hið árlega Húkkaraball fór fram í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Ballið er haldið ár hvert á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð og má segja að það marki upphaf hátíðarinnar. Í ár var um sankallaða hip-hop veislu að ræða þar sem tónlistarmennirnir GKR, Herra Hnetusmjör og Sturla Atlas stigu á stokk. 

GKR og Sturla Atlas voru í hópi þeirra tónlistarmanna sem ætluðu að draga sig úr dagskrá Þjóðhátíðar til að mótmæla þöggun kynferðisbrota. Tónlistarmennirnir ákváðu að standa við að koma fram eftir að samkomulag náðist við þjóðhátíðarnefnd og Vestmannaeyjabæ.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá brot frá kvöldinu og ekki er að sjá að gestum hafi leiðst. Lagið sem spilað er undir heitir BALLIN og er með rapparanum GKR.


Tengdar fréttir

Unnsteinn Manuel vill ekki stríð Eyjamanna og fólks úr miðbænum

Unnsteinn Manuel Stefánsson talar máli tónlistarmanna sem tóku þá ákvörðun síðastliðinn fimmtudag að hætta við að spila á Þjóðhátíð vegna afstöðu Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, varðandi kynferðisbrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×