Innlent

Hinn maðurinn sem leitað var að í tengslum við brunann fundinn

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi eldsvoðans.
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi eldsvoðans. vísir/anton brink
Lögreglan er búin að hafa uppi á síðari manninum sem leitað var að eftir brunann á Grettisgötu fyrr í vikunni. Hinn hefur þegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en ekki hefur verið krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir síðari manninum.

Rannsóknardeild lögreglunnar hefur lokið rannsókn á vettvangi og afhent tryggingafélagi hússins forræði yfir því. Þá hafa sýni sem tekin voru á vettvangi verið sent til greiningar. Eldsupptök liggja enn ekki fyrir, að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Líkt og greint var frá í fréttum í gær leikur grunur á að eldurinn hafi kviknað í rými líkamsræktarstöðvar í húsinu og beindist rannsóknin enn að þeim möguleika. Maðurinn sem nú er fundinn á sakaferil að baki en ekki vegna brota sem tengjast íkveikju. Það ræðst svo innan tíðar hvað tryggingafélagið hyggst gera við húsið, sem jafnvel er talið ónýtt, en samkvæmt gömlu deiliskipulagi er gert ráð fyrir íbúðabyggð á reitnum sem húsið stendur á.


Tengdar fréttir

„Hjálpum þeim“ fyrir íbúa Grettisgötu

Vinir myndlistarmannsins Halldórs Ragnarssonar og kærustu hans hafa stofnað styrktarreikning og bókað skemmtistaðinn Húrra í lok mars fyrir styrktaruppákomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×