Körfubolti

Hinn 36 ára gamli Kobe Bryant stigahæsti maður NBA í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Vísir/Getty
Kobe Bryant er orðinn 36 ára gamall og á sínu nítjánda tímabili en hann er engu að síður sá leikmaður sem hefur skorað flest stig að meðaltali í NBA-deildinni í körfubolta í vetur.

Bryant er með 26,4 stig að meðaltali í leik í fyrstu fimmtán leikjum Los Angeles Lakers og er að skora stigi meira að meðaltali en næsti leikmaður sem er hinn öflugi og 21 árs gamli Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans.

LeBron James hefur skorað 25,3 stig fyrir Cleveland Cavaliers og gæti komið KObe úr toppsætinu haldi hann áfram á sömu braut og í undanförnum leikjum.

Kobe Bryant hefur verið stigahæsti leikmaður Lakers-liðsins í tólf af fimmtán leikjum liðsins en hann hefur verið óhræddur við að skjóta á körfuna í byrjun tímabilsins.

Bryant er enn á ný á góðri leið með að skrifa NBA-söguna því enginn leikmaður eldri en 25 ára hefur náð að skora yfir 26 stig að meðaltali í leik.

Karl Malone á metið en hann skorað 25,5 stig að meðaltali fyrir Utah tímabilið 1999 til 2000.  Kareem Abdul-Jabbar skoraði 23,4 stig að meðaltali tímabilið 1985-86 en þá var hann 38 ára.

Besta tímabil Michael Jordan eftir að hann varð eldri en 35 ára var þegar hann skoraði 22,9 stig að meðaltali með Washington Wizards tímabilið 2001-02.



Stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar í vetur:

1. Kobe Bryant, Los Angeles Lakers 26,4

2. Anthony Davis, New Orleans Pelicans 25,4

3. LeBron James,  Cleveland Cavaliers 25,3

3. James Harden, Houston Rockets 25,3

5. Stephen Curry, Golden State Warriors 24,2

6. DeMarcus Cousins,  Sacramento Kings 23,5

7. Carmelo Anthony, New York Knicks 23,2

8. Klay Thompson, Golden State Warriors 21,7

8. Chris Bosh, Miami Heat 21,7

10. Blake Griffin, Los Angeles Clippers 21,6



Flest stig í leik á tímabili eftir að leikmaður varð 36 ára:

1. Kobe Bryant, Los Angeles Lakers 2014-15 (36 ára)  26,4*

2. Karl Malone, Utah Jazz 1999-2000 (36 ára) 25,5

2. Kareem Abdul-Jabbar, LA Lakers 1985-86 (38 ára)  23,4

4. Karl Malone, Utah Jazz 2000-2001 (37 ára) 23,2

5. Michael Jordan, Washington Wizards 2001-02 (38 ára) 22,9

* Mikið eftir af tímabilinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×