Sport

Hin mörgu andlit Mohammad Ali | Sjáðu 100 myndir af goðsögninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sem kunnugt er lést hnefaleikakappinn Muhammad Ali í gær, 74 ára að aldri.



Margir hafa vottað Ali virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag en hann er einn merkasti íþróttamaður sögunnar.

Ali varð þrisvar sinnum heimsmeistari í þungavigt og vann 56 af 61 bardaga sínum á ferlinum. Þá vann hann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Róm 1960.

Allir helstu fjölmiðlar heims hafa minnst Ali í dag, þ.á.m. Sports Illustrated en aðeins Michael Jordan hefur verið oftar á forsíðu tímaritsins en Ali.

Til minningar um Ali birtir Sports Illustrad 100 frægustu ljósmyndirnar af hnefaleikakappanum frábæra. Þar má m.a. sjá einu frægustu íþróttaljósmynd sögunnar sem Neil Leifer tók af Ali þar sem hann stendur yfir Sonny Liston eftir að hafa slegið hann niður.

Myndasafnið má skoða því að smella hér.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×