Erlent

Hin handteknu grunuð um að skipuleggja hryðjuverkaárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Átta manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu.
Átta manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu. Vísir/Getty
Lögregla hefur handtekið átta einstaklinga í kjölfar árásarinnar við breska þinghúsið í London í gær. Fimm karlmenn og þrjár konur eru í haldi lögreglu, grunuð um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás. Sky News greinir frá.

Handtökurnar fóru fram í Birmingham og London en sjö þeirra sem handtekin voru búa í Birmingham, sömu borg og Khalid Masood, maðurinn sem talinn er vera ábyrgur fyrir árásinni sem varð þremur að bana og særði tugi manns.

Þrír karlar og ein kona, á aldrinum 26 til 28 ára voru öll handtekin í sömu íbúð í Birmingham. 21 gömul kona og 23 ára gamall maður voru einnig handtekinn í borginni, en á öðrum stað. Þá var 39 ára gömul kona handtekin í austurhluta London.

Að auki var 58 ára gamall maður handtekinn í Birmingham í morgun en hinir einstaklingarnir voru allir handteknir í nótt.


Tengdar fréttir

„Við erum ekki hrædd“

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þingmenn við enduropnun þingsins eftir hryðjuverkaárás í gær.

Birta nafn árásarmannsins

Maðurinn sem talinn er hafa framið árásina við breska þinghúsið í London í gær hét Khalid Masood.

Vitni lýsa árásinni sem algjörum hryllingi

Fjórir féllu í árás á og við lóð breska þinghússins í gær. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki og var hann felldur á vettvangi. Lögregla rannsakar árásina sem hryðjuverk. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×