Lífið

Hin goðsagnakenndu Hugarástandskvöld endurvakin eitt kvöld

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þessir munu trylla lýðinn á Paloma annað kvöld.
Þessir munu trylla lýðinn á Paloma annað kvöld. mynd/sunnudagsklúbburinn
Sunnudagsklúbburinn stendur fyrir SumarSpariKlúbbi á skemmtistaðnum Paloma annað kvöld og verður öllu tjaldað til.

„Eftir langar og strangar viðræður við þá bræður Arnar og Frímann hefur Sunnudagsklúbbnum tekist að sannfæra þá um að endurvekja hin goðsagnakenndu Hugarástandskvöld í eitt skipti núna um Verslunarmannahelgina,“ segja skipuleggjendur en þá Hugarástandsbræður þarf vart að kynna - þeir hafa stimplað sig svo um munar inn í danstónlistarflóru okkar Íslendinga fyrir löngu síðan.

Þeim til halds og trausts verða Formaðurinn og Sonur Sæll, sem munu taka „true school golden era HipHop sett“ í kjallaranum, og því má búast við sveittri stemmningu á Paloma á sunnudaginn.

„Þess má geta að hinn sjaldséði EyjafjarðarStrútur mun mæta á þennan einstaka viðburð, en hann er einmitt verndari og lukkudýr Sunnudagsklúbbsins,“ segja skipuleggjendur en nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×