Sport

Hilmar Örn gerði ógilt í öllum köstum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Helgi Björnsson
Hilmar Örn Jónsson gerði ógilt í öllum þremur köstunum sínum í úrslitum sleggjukasts á HM U-19 ára í Eugene í Bandaríkjunum í nótt.

Hilmar var fyrirfram talinn einn sigurstranglegasti keppandinn en hann náði sér ekki á strik að þessu sinni.

Tólf kepptu til úrslita og þeir átta sem áttu lengstu köstin að þremur umferðum loknum fengu þrjú köst til viðbótar. Hilmar hefði þurft að kasta tæplega 74 m til þess en Íslandsmet hans í flokki 18-19 ára er 76,51 m.

Ashraf Arngad Elseify frá Katar hafði mikla yfirburði í keppninni í nótt og kastaði 84,71 m. Hann var sá eini sem kastaði yfir 80 m í nótt og gerði það í öllum sex tilraununum sínum.

Ungverjinn Bence Pasztor varð annar með 79,99 m og Ilya Terentyev frá Rússlandi þriðji með 76,31 m.

Elseify á heimsmet nítján ára og yngri í greininni en það er 85,57 m og var sett í Barcelona fyrir tveimur árum. Kastið í nótt var svo það næstbesta frá upphafi í greininni.


Tengdar fréttir

Öruggur sigur Hilmars

Nú stendur yfir keppni á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Alls voru rúmlega 180 keppendur skráðir til leiks, en þeir koma frá 13 félögum og samböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×