Erlent

Hillary Clinton leið yfir hrópum og köllum Repúblikana

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Hillary Clinton segist vera mjög leið yfir því að Repúblikanar hafi kallað eftir því að hún yrði læst í fangaklefa. Hún segist ekki hafa áttað sig á tilgangi flokksþings Repúblikana. Það virðist að mestu hafa verið haldið til þess að gagnrýna hana.

Clinton, sem er verðandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að Repúblikanar hafi ekki sett fram stefnur né markmið á flokksþinginu. Þessi stað hafi þeir varið tíma sínum í að sýna „dökka og sundrandi“ kosningabaráttu.

Ræðumenn flokksþingsins hafi lýst dökkri og neikvæðri mynd af Bandaríkjunum sem hún kannist ekki við.

Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, flutti ræðu á þinginu þar sem hann bað áhorfendur um að fella dóma yfir Clinton. Yfir ræðu hans kölluðu áhorfendur eftir því að Clinton yrði læst í fangaklefa.

Tim Kaine, varaforsetaefni Clinton, var með henni í viðtali í 60 mínútum sem birt var ytra í kvöld. Þar voru þau spurð út í nafnið sem Trump hefur gefið henni. „Crooked Hillary“ eða „Spillta Hillary“. Clinton segist ekki hafa samið uppnefni fyrir Trump. Hún ætli ekki að taka þátt í „móðgunar-hátíðum“ sem Trump virðist þrífast á.

Kaine tók í svipaða strengi og sagði að flestir hafi „þroskast upp úr því að uppnefna fólk í fimmta bekk.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×