Erlent

Hillary Clinton hvorki laug né braut lög

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaefni Demókrataflokksins.
Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaefni Demókrataflokksins. Nordicphotos/AFP
James B. Comey yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, segir að Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata hafi ekki brotið lög þegar hún notaði sinn persónulega tölvupóst þegar hún var utanríkisráðherra.

Þá segir hann einnig að Clinton hafi ekki logið að fulltrúum FBI sem rannsökuðu tolvupóstnotkun Clinton en FBI komst í vikunni að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að ákæra Clinton.

Alríkislögreglan rannsakaði meira en 30 þúsund tölvupósta, auk annarra gagna, og var niðurstaðan sú að enginn skynsamur saksóknari myndi sækja sakamál á hendur Clinton vegna tölvupóstanna. Endanleg ákvörðun um saksókn er hins vegar í höndum dómsmálaráðuneytisins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×