Innlent

Hildur Sverrisdóttir biðst lausnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. vísir/stefán
Hildur Sverrisdóttir ætlar að biðjast lausnar sem borgarfulltrúi í Reykjavík og mun borgarstjórn taka beiðni hennar fyrir 7. mars næstkomandi. Hildur tók sæti á þingi við fráfall Ólafar Nordal og segist hún vilja einbeita sér að því verkefni.

„Við óumræðilega sorglegt og ótímabært fráfall Ólafar Nordal varð ég þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Í kjölfarið hef ég ákveðið að biðjast lausnar sem borgarfulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur,“ segir Hildur í tilkynningu til fjölmiðla.

Hildur segist hafa haft mikla ánægu af starfi sínu sem borgarfulltrúi en telji betra að öll mikilvægu verkefnin sem bíði beggja megin Vonarstrætis fái óskipta athygli. Hún muni halda áfram að vinna fyrir Reykvíkinga í störfum síunm á Alþingi og þakkar gott samstarf við starfsfólk borgarinnar undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×