Viðskipti innlent

Hilda ráðin yfirljósmóðir á Landspítalanum

Atli ísleifsson skrifar
Hilda tekur við af Helgu Sigurðardóttur sem lét af störfum 1. nóvember 2016.
Hilda tekur við af Helgu Sigurðardóttur sem lét af störfum 1. nóvember 2016. Vísir/Vilhelm
Hilda Friðfinnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu deildarstjóra eða yfirljósmóður meðgöngu -og sængurlegudeildar á Landspítala. Hilda tekur við af Helgu Sigurðardóttur sem lét af störfum 1. nóvember 2016.

Í frétt á vef Landspítalans segir að Hilda hafi útskrifast með BSc próf í hjúkrunarfræði 2001 og embættispróf í ljósmóðurfræði 2012. „Árið 2015 lauk hún M.Sc prófi frá Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun og hefur haldið fjölda erinda hér heima og erlendis um meistaraverkefni sitt í mannauðsstjórnun en það fjallaði um líðan fagfólks í fæðingarþjónustu í vinnu á kvennadeild Landspítala.

Hilda hefur unnið á meðgöngu -og sængurlegudeild frá árinu 2013 en samhliða starfi sínu þar hefur hún sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands auk ýmissa starfa í þágu ljósmóðurfræðinnar og kvennadeildarinnar. Hún hefur á þessu ári verið verkefnisstjóri í lykilverkefni kvenna -og barnasviðs um nýtt verklag til að stuðla að aukinni samveru móður og barns þegar barn þarfnast tímabundins eftirlits eftir fæðingu,“ segir í fréttinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×