Fótbolti

Higuain verður sá dýrasti í sögu ítölsku deildarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Higuain í leik með Napoli í vetur.
Higuain í leik með Napoli í vetur. Vísir/getty
Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain mun vera í læknisskoðun hjá ítalska liðinu Juventus og er að öllum líkindum á leiðinni til félagsins. Þetta kemur fram hjá fréttastofu SkySports.

Higuain á tvö ár eftir af samningi sínum við Napoli en hann gekk í raðir félagsins frá Real Madrid árið 2013. Leikmaðurinn er með klásúlu í sínum samningi að hann geti yfirgefið Napoli ef tilboð upp á 79 milljónir punda berst í hann. Hann var gjörsamlega magnaður á síðasta tímabili og skoraði 36 mörk fyrir Napoli í ítölsku seríu A-deildinni.

Ef Juventus er að greiða 79 milljónir punda fyrir leikmanninn verður hann sá dýrasti í sögu ítölsku deildarinnar. Þessar fréttir renna einnig stoðum undir það að Frakkinn Paul Pogba sé á leiðinni til Juventus og aftur til baka til Manchester United sem þarf að greiða um 100 milljónir punda fyrir miðjumanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×