Fótbolti

Higuain launahæstur á Ítalíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gullkálfurinn Gonzalo Higuain.
Gullkálfurinn Gonzalo Higuain. vísir/getty
Gazzetta dello Sport hefur birt sinn árlega lista yfir laun knattspyrnumanna á Ítalíu. Þar kemur í ljós að Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain er sá launahæsti.

Síðustu ár hefur Daniele de Rossi verið sá launahæsti í ítölsku úrvalsdeildinni en eftir söluna á Higuain frá Napoli til Juventus hækkuðu launin hans umtalsvert.

Higuain er nú með 973 milljónir króna í árslaun en De Rossi er með 843 milljónir. Blaðið segist vera að miða við föst laun en ofan á þetta koma alls konar bónusar.

Juventus er að greiða hæstu launin í deildinni en Inter kemur þar á eftir. Svo Roma, AC Milan og Napoli.

Massimiliano Allegri, þjálfari Juve, er sá launahæsti í deildinni með 650 milljónir króna í árslaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×