Innlent

Hífðu hræ hrefnunnar upp á pall vörubíls

Atli Ísleifsson skrifar
Stöðugur straumur af fólki hefur við lóð leikskólans Klettaborg í Borgarnesi í dag en þaðan var hægt að sjá hræið.
Stöðugur straumur af fólki hefur við lóð leikskólans Klettaborg í Borgarnesi í dag en þaðan var hægt að sjá hræið. Mynd/Unnar már pétursson
Hræ hrefnunnar sem strandaði í Borgarvogi í morgun var dregið á land og híft upp á pall vörubíls nú undir kvöld. Hræið var svo flutt á stað þar sem það verður urðað.

Stöðugur straumur af fólki hefur við lóð leikskólans Klettaborg í Borgarnesi í dag en þaðan var hægt að sjá hræið.

Hrefnan var aflífuð um eittleytið í dag. Hún var um sjö metrar á lengd en samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi var það mat dýralæknis að réttast væri að aflífa dýrið.

Aðstæður til björgunar voru erfiðar og líkur á að hrefnan hafi verið meidd.

Mynd/Egill Hansson
Mynd/Egill Hansson
Mynd/Egill Hansson
Mynd/Unnar Már Pétursson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×