Lífið

Heyrðu flutning Maríu hér

Birgir Olgeirsson skrifar
María Ólafsdóttir á sviði í Vínarborg.
María Ólafsdóttir á sviði í Vínarborg. Vísir/EPa
Íslendingar verða ekki á meðal þeirra þjóða sem keppa til úrslita í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Vínarborg í Austurríki á laugardag. María Ólafsdóttir var fulltrúi Íslendinga í keppninni með lagið Unbroken sem hún flutti á stóra sviðinu í kvöld en þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2007 sem Íslendingar verða ekki með í úrslitum Eurovision.

Ísland hefur verið með í öllum úrslitum frá árinu 2008 en hefði María farið áfram í kvöld hefði það verið í áttunda skiptið í röð sem við færum upp úr undanriðli og þá um leið eina Norðurlandaþjóðin til að gera það.

Hverju sem því líður þá geta þeir sem vilja hlusta á flutning Maríu aftur heyrt hann hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×