Lífið

Hesturinn fékk ekki að fara inn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Eldur beið úti á meðan myndin var sýnd og fékk að gæða sér á örlitlu poppkorni.
Eldur beið úti á meðan myndin var sýnd og fékk að gæða sér á örlitlu poppkorni. vísir/ernir
Í gær var kvikmyndin Reimt á Kili sýnd í fyrsta skipti í Reykjavík. Á meðan á sýningu stóð var hesturinn Eldur fyrir utan Bíó Paradís. Honum var ekki hleypt inn þar sem hann gat skemmt gólfið.

Sigurður Ingólfsson, leikstjóri myndarinnar, segir hana vera stutta, leikna heimildarmynd. Umfjöllunarefnið er för Reynistaðabræðra norður í land en líkt og alkunna er náðu þeir ekki alla leið.

Myndin verður sýnd aftur á morgun, laugardaginn 31. janúar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×