Enski boltinn

Herrera: Ég hef aldrei hagrætt úrslitum leikja

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ander Herrera.
Ander Herrera. vísir/getty
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, þarf ásamt 41 öðrum að mæta fyrir rétt í Valencia á Spáni á næsta ári.

Þar þarf hann að svara fyrir hagræðingu í úrslitum leiks Real Zaragoza og Levante í maí árið 2011. Zaragoza þurfti að vinna leikinn til að halda sæti sínu í efstu deildinni og gerði það.

Saksóknari sem sækir málið heldur því fram að 965.000 evrur hafi verið greiddar í reiðufé af Javier Aguirra, þáverandi þjálfara Zaragoza, og níu leikmanna liðsins til leikmanna Levante. Herrera er sagður einn af þeim níu.

„Ég hef aldrei og mun aldrei hagræða úrslitum leikja. Ef ég verð kallaður fyrir rétt þá mun ég mæta glaður því ég er með hreina samvisku. Ég elska fótbolta og trúi á heiðarleika, jafnt innan sem utan vallar,“ segir Herrera á Facebook-síðu sinni.

Spánverjinn ungi yfirgaf Zaragoza aðeins nokkrum dögum eftir leikinn umrædda og samdi þá við uppeldisfélag sitt Athletic Bilbao.


Tengdar fréttir

Leikmaður Manchester United flæktur í hneykslismál

Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er meðal þeirra sem eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í hagræðingu úrslita í leik í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 2010 til 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×