Enski boltinn

Herrera, Fellaini og Carrick meiddir | Fær Anderson tækifærið?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Anderson
Anderson Vísir/Getty
Louis Van Gaal á í miklum vandræðum með að manna miðjustöðurnar fyrir leik liðsins gegn Sunderland um helgina.

Hann staðfesti á blaðamannafundi í dag að Ander Herrera, Marouane Fellaini, Michael Carrick og Jesse Lingard myndu allir missa af leiknum vegna meiðsla.

Það verður aukin pressa á Van Gaal um helgina eftir að Manchester United tapaði fyrsta leik tímabilsins á heimavelli 1-2 fyrir Swansea.

Van Gaal gæti því neyðst til þess að treysta á hinn brasilíska Anderson og Tom Cleverley við hlið Darren Fletcher á miðjunni gegn Sunderland en hann hefur leikið með þrjá miðjumenn fyrstu mánuðina hjá félaginu.

Breskir miðlar hafa verið duglegir að orða Anderson frá félaginu í sumar en enn hefur ekkert gerst og gæti hann skyndilega fengið tækifæri í byrjunarliði liðsins um helgina.

Þá staðfesti Van Gaal að Marcos Rojo verður ekki með liðinu um helgina en ekki tókst að útvega honum atvinnuleyfi í tæka tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×