Tónlist

Herra Hnetusmjör lét miðana rigna yfir Verzlinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hnetusmjörið klikkar ekki á smáatriðunum.
Hnetusmjörið klikkar ekki á smáatriðunum. vísir
Bræðurnir í hljómsveitinni Rae Sremmurd halda tónleika í Laugardalshöll á fimmtudagskvöldið.

Herra Hnetusmjör verður einn af þeim sem munu koma til með að hita upp fyrir tónleikana.

Hann mætti í Verzlunarskóla Íslands á dögunum, tók nokkur vel valin lög og gaf miða á tónleikana. Hnetusmjörið lét miðana hreinlega rigna yfir krakkana í skólanum, og var því vel tekið á móti kappanum.

Friðrik Dór, Gísli Pálmi og Retro Stefson koma einnig fram á fimmtudagskvöldið. 


Tengdar fréttir

Vatnsbyssur, smokkar og ostborgarar

Hljómsveitin Rae Sremmurd er með ansi forvitnilegar kröfur til tónleikahaldara. Lífið hefur undir höndum svo­kallaðan ræder-lista sem sveitin hefur sent tónleikahöldurum þar sem þeir hafa troðið upp að undanförnu.

Hita upp fyrir Rae Sremmurd

Retro Stefson og raftónlistarmaðurinn Hermigervill hita upp fyrir bandaríska hiphop-dúóið Rae Sremmurd.

Bræðurnir í Rae Sremmurd troða upp í Laugardalshöll

Bræðurnir í rappsveitinni Rae Sremmurd njóta gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Plata sveitarinnar, SremmLife náði efsta sæti á tveimur Billboard-listum. Margar stórar íslenskar hljómsveitir koma fram sama kvöld í Laugardalshöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×