Enski boltinn

Hernández ákærður fyrir að kýla Jones

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hernández skoraði fjögur mörk í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Hernández skoraði fjögur mörk í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið er búið að ákæra Abel Hernández, framherja Hull City, fyrir að kýla Phil Jones, leikmann Manchester United, í leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

Atvikið átti sér stað á 70. mínútu þegar Hull átti horn. Hernández, sem er dýrasti leikmaður í sögu Hull, kýldi Jones í magann en það fór framhjá dómaratríóinu. Atvikið sást hins vegar á myndbandi og nú er búið að ákæra Úrúgvæann.

Aganefnd mun skoða atvikið og svo úrskurða Hernández í bann ef við á.

Leiknum lyktaði með 0-0 jafntefli en þau úrslit, auk sigurs Newcastle á West Ham, felldu Hull niður um deild.


Tengdar fréttir

Hull fallið

Hull og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattpsyrnu í dag. Jafnteflið sendur Hull niður um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×