Erlent

Hernaðaaðgerðir gegn ISIS ræddar á neyðarfundi NATO

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá fjöldaútför fórnarlamba árásarinnar í Suruc.
Frá fjöldaútför fórnarlamba árásarinnar í Suruc. vísir/afp
Sendiherrar allra 28 aðildarríkja  NATO  munu hittast á neyðarfundi í  Brussel  í dag til að ræða hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Íslamska ríkinu og Verkamannaflokki Kúrda  PKK .  Tyrkir óskuðu sjálfir eftir fundinum, í kjölfar vaxandi átaka á landamærum Sýrlands og Tyrklands.

Boðað var til fundarins með vísan til fjórðu greinar Atlandshafssáttmálans en samkvæmt honum geta aðildarríkin leitað til annarra aðildarríkja telji það friðhelgi 
landsvæðis  síns, pólitísku sjálfstæði eða öryggi  ógnað.

Forsætisráðherra
 Tyrklands óskaði eftir fundinum í gær en ólga hefur ríkt í landinu í kjölfar sjálfsmorðssprengjuárásar í landamærabænum  Suruc , þar sem þrjátíu og tveir féllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×