Erlent

Hermenn verða á götum Frakklands yfir jólin

Samúel Karl ólason skrifar
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, flutti sjónvarpsávarp í morgun.
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, flutti sjónvarpsávarp í morgun. Vísir/AFP
Yfirvöld í Frakklandi segja að þrjár árásir sem áttu sér stað á þremur dögum tengist ekki sín á milli. Hermenn verða sýnilegir á götum borga Frakklands eftir árásirnar, sem alls 26 manns slösuðust í.

Í gær ók maður sendiferðabíl sínum inn í hóp fólks sem var á jólamarkaði í borginni Nantes. Hann slasaði tíu manns og reyndi síðan að fremja sjálfsmorð með því að stinga sig. Á sunnudaginn var bíl ekið á þrettán manns í borginni Dijon. Sá kallaði „Allahu akbar“ eða „Guð er mikill“ áður en hann ók á fólkið.

Lögreglumenn skutu mann til bana á laugardaginn eftir að hann réðst inn í lögreglustöð og stakk þrjá lögreglumenn. Bróðir þess manns var handtekinn sama dag í heimalandi þeirra, Búrúndí.

Lögregla í Frakklandi telur að árásirnar tengist ekki. Maðurinn í Dijon hefur verið lagður inn 157 sinnum og á við geðræn vandamál að stríða, samkvæmt Sky News.

Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, segir árásirnar ekki tengjast hryðjuverkum, en hann varaði við því að öfgamönnum hafi fjölgað í Frakklandi. Tveir af árásarmönnunum þremur kölluðu  fyrir árásirnar.

Allt að þrjú hundruð hermenn munu taka þátt í löggæslu í Frakklandi yfir hátíðarnar, vegna árásanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×