Íslenski boltinn

Hermann: Óttast ekki neitt og gefst aldrei upp

ingvar haraldsson skrifar
Hermann var svekktur yfir niðurstöðunni í leikslok.
Hermann var svekktur yfir niðurstöðunni í leikslok. vísir/valli
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis segist ekki óttast um framtíð sína í starfi en liðið hefur aðeins fengið 2 stig í 8 leikjum á tímabilinu og er neðst í töflunni.

Liðið tapaði 1-0 gegn FH í Kaplakrika í kvöld með marki frá Steven Lennon úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

„Ég óttast ekki neitt, ég er búinn að segja það áður að ég gefst aldrei upp. Ef þeir sem stýra þessu hafa einhverjar aðrar hugmyndir þá eru það þeirra hugmyndir,“ segir Hermann.

Hermann segist afar ánægður með varnarleik sinna manna og vinnusemi. „Það gekk alveg upp sem við ætluðum að gera,“ segir Hermann. Liðið hafi hins vegar þurft að gera betur þegar þeir fengu boltann.

„Við vorum agalegir klaufar með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þú verður að nýta svona „moment“ þegar þú færð boltann á hættulegum svæðum og ná þessari fyrstu sendingu,“ segir Hermann svekktur.

Hermann segir sína menn hafa verið frábæra með boltann í síðustu tveimur leikjum, gegn Víking Ólafsvík og Fjölni en gegn FH hafi liðið þurft að breyta um áherslur og liggja til baka. Hann sé sáttur með hvernig það hafi gengið þó stigin hafi ekki skilað sér í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×