Íslenski boltinn

Hermann: Er búinn að vera eins og brunabíll undanfarnar vikur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hermann var að vonum kátur að leikslokum í kvöld.
Hermann var að vonum kátur að leikslokum í kvöld. vísir/valli
„Þetta var algjörlega frábært, engin spurning. Leikir eins og þessir geta verið bananahýði til að misstíga sig á en við vissum að við mættum ekki við því að vanmeta Grindvíkinga,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkismanna, sáttur að leikslokum í kvöld.

„Þetta er erfiður heimavöllur að koma á eins og aðrir vellir á Suðurnesjunum. Þú þarft að vera klár í slagsmál og við vorum reiðubúnir í dag. Okkur líður greinilega vel í rok og rigningu,“ sagði Hermann léttur.

Sjá einnig:Umfjöllun: Grindavík - Fylkir 0-2 | Víðir og Sito sáu um Grindvíkinga

Fylkismenn fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Víðir kom gestunum yfir á 4. mínútu leiksins en Hermann viðurkenndi að markið hefði verið léttir fyrir sig.

„Maður er búinn að vera eins og brunabíllinn undanfarnar vikur, svekktur og vælandi því við höfum lítið fengið út úr leikjunum þrátt fyrir að spila gríðarlega vel. Í dag snérist þetta um að komast áfram frekar en skemmtilegan fótbolta og að komast í hattinn fyrir 8-liða úrslitin,“ sagði Hermann og hélt áfram:

„Við lögðum sérstaka áherslu á að halda hreinu og að fara inn í fríið eftir góðan sigur. Menn börðust fyrir öllu og unnu fyrir þessu í dag.“

Víðir og Sito komust báðir á blað í dag en Fylkismenn hafa átt í erfiðleikum fyrir framan markið undanfarnar vikur.

„Það er alltaf gott að skora og sérstaklega fyrir framherja sem þrífast á mörkum. Þeim er sjálfsagt létt líka svo þetta verður vonandi mikilvægur sigur á nokkrum sviðum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×