Innlent

Herinn býður til borðs á Tapashúsinu í kvöld

Heimir Már Pétursson skrifar
Um 130 manns koma í mat á aðfangadagskvöld hjá Hjálpræðishernum sem að þessu sinni býður fólki út að borða á veitingastað við Reykjavíkurhöfn, eins og Heimir Már komst að í morgun.

Hjálpræðisherinn hefur í áratugi boðið fólki í mat til sín klukkan sex á aðfangadag. En í þetta skipti verður breyting á því boðið verður í Tapashúsinu við Reykjavíkurhöfn.

Já, þau Hjördís, Ben Elí og Dorthea voru mætt í morgun til að udnirbúa jólaboðið í kvöld ásamt Gunnari veitingamanni.

Þið eruð á Tapashúsinu að þessu sinni, hvers vegna?

„Það er vegna þess að við höfum verið að bjóða upp á jólamatinn niðri í Hjálpræðisher í Krikjustræti. En þar er svolítið þröngt. Við erum mörg. Það eru 130 manns sem ætla að vera hér saman á jólunum í kvöld. Þannig að aðstaðan bauð kannski ekki upp á það. Þetta eru þröngir og litlir gangar og kjallari og allt þetta. Hann Gunnar sem er eigandi hér bauð okkur að vera hér á jólunum og halda jólahátíð fyrir fólkið okkar,“ segir Hjördís.

Það þarf mikinn mat fyrir 130 manns og því hefst undirbúningurinn snemma en Hjördís segir Herinn svo lánsaman að eiga að mikinn fjölda sjálfboðaliða sem leggja hönd á plóg, sennuilega um 40 manns.

„Og það koma hingað kokkar og elda fyrir okkur og svo erum við með fjöldann allan af fólki sem kemur til að bera þetta fram og gera þetta að sem eftirminnilegustum og bestum tíma fyrir fólkið sem kemur,“ segir Hjördís.

Það sé alls konar fólk koma í mat hjá Hjálpræðishernum um hver jól.

„Fólk sem við höfum kannski ekki endilega hitt. Þetta er auðvitað fólkið okkar af dagsetrinu og svo er þetta líka bara fólk sem er kannski ekki með börnin sín um jólin eða hafði engan til að vera með, fólk sem hefur misst maka sinn eða eitthvað svoleiðis. Þannig að þetta er ekki endilega eitthvað ógæfufólk. Þetta er bara fólk sem vill ekki vera eitt um jólin,“ segir Hjördís.

Boðið verður upp á súpu í forrétt og lamalæri í aðalrétt og svo auðvitð ís á eftitr en allt þetta er kostað með söfnunarfé og gjöfum frá fyrirtækjum.

Og það verður ekki bara borðað, það verður sungið líka?

„Jú, jú, við ætlum að borða hér og fá góðan eftirrétt og svona. Síðan ætlum við að færa okkur niður á Her og þar verður að sjálfsögðu dansað í kringum jólatréð og allir fá jólapakka, heitt súkkulaði og konfekt,“ segir Hjördís Kristinsdóttir á Hjálpræðishernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×