Erlent

Herforinginn orðinn forsætisráðherra

Prayuth Chan-Ocha hættir sem herforingi í næsta mánuði.
Prayuth Chan-Ocha hættir sem herforingi í næsta mánuði. Vísir/AP
Prayuth Chan-ocha, herforinginn sem steypti stjórn Taílands af stóli nú í vor, var í gær kosinn forsætisráðherra landsins.

Það var þjóðþing landsins sem kaus hann einróma í embættið, en hann var eini frambjóðandinn. Hann hættir sem herforingi í næsta mánuði, en hefur í reynd gegnt hlutverki forsætisráðherra frá því í maí.

Herinn í Taílandi steypti lýðræðislega kjörinni stjórn landsins af stóli í maí eftir að margra mánaða mótmæli gegn stjórninni höfðu kostað tugi manna lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×