Erlent

Herða þvinganir gegn Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fundarsal öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Frá fundarsal öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur nú samþykkt hertar þvinganir gegn Norður-Kóreu. Það var gert vegna tilrauna kóreumanna með kjarnorkuvopn og eldflaugar, þrátt fyrir að þeim hafi verið bannað að framkvæma slík próf.

Um er að ræða ströngustu aðgerðið gegn Norður-Kóreu í tuttugu ár, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Bandaríkin og Kína hafa samið um þvinganirnar um nokkurt skeið. Þær fela í sér að allur farmur, sem fluttur er til og frá Norður-Kóru, á láði og í lofti, verði skoðaður af eftirlitsaðilum. Þá er algerlega bannað að selja nokkurs konar vopn til landsins.

Þar að auki hefur ríkjum verið gert auðveldara að vísa erindrekum Norður-Kóreu úr landi.

Kínverjar voru alfarið gegn aðgerðum sem ógnuðu stöðugleika Norður-Kóreu og efnahag landsins.


Tengdar fréttir

Endurræsa kjarnakljúf

Yfirvöld Norður-Kóreu eru sögð geta komið upp vopnavæddu úraníumi á einungis nokkrum vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×