Erlent

Herbergisfélagi Ted Cruz í háskóla vill að allir viti hvað Cruz er óþolandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Cruz er ekki hátt skrifaður hjá Mazin.
Cruz er ekki hátt skrifaður hjá Mazin. Vísir/EPA
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Ted Cruz, sem bar sigur úr býtum í forvali Repúblikanaflokksins í Iowa-ríki í nótt, er nokkuð umdeildur maður.

Öldungadeildarþingmaðurinn á sér marga stuðningsmenn, sem sést á því að hann hlaut fimmtíu þúsund atkvæði í Iowa, en margir aðrir gagnrýna hann fyrir íhaldssamar skoðanir, til dæmis á fóstureyðingum og samkynja hjónaböndum.

Mögulega er þó engum jafn mikið í nöp við Ted Cruz og handritshöfundinum Craig Mazin, sem deildi herbergi með Cruz  í Princeton-háskóla á sínum tíma. Mazin heldur úti vinsælli Twitter-síðu og hefur verið hreint út sagt ótrúlega duglegur við að setja inn níðfærslur um fyrrverandi herbergisfélagann frá því að kosningabarátta Cruz hófst.

Í viðtölum við bandaríska fjölmiðla hefur Mazin kallað Cruz „martröð af manneskju“ og sagt að hann myndi frekar velja manneskju af handahófi úr símaskránni til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna en að kjósa hann.

Samkvæmt tístum á síðu Mazin, virðist Cruz meðal annars hafa unnið sér inn óvild með því að misnota „snooze“-takkann á vekjaraklukku sinni, heimsækja herbergi kvenkyns nemenda klæddur baðsloppi og vera „ömurlegur persónuleiki.“


Tengdar fréttir

Ted Cruz tók fram úr Trump

Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri.

Hver er þessi Ted Cruz?

Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×