Sport

Hera Björk og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rafn Kumar og Hera Björk með bikarana.
Rafn Kumar og Hera Björk með bikarana. mynd/tsí
Hera Björk Brynjarsdóttir úr Fjölni og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur urðu Íslandsmeistarar innanhúss í tennis um helgina.

Þetta er þriðja árið í röð sem Rafn Kumar verður meistari innanhúss en í fyrsta sinn sem Hera Björk nær þessum áfanga.

Eins og svo oft áður mættust feðgarnir Raj og Rafn Kumar Bonifacius í úrslitum karla og hafði sonurinn betur. Eftir spennu í fyrsta setti framan af hafði Rafn Kumar betur í tveimur settum; 6-3 og 6-1.

Hera Björk hafði sigur gegn Önnu Soffíu Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs í tveimur settum; 6-4 og 6-3. Anna Soffía komst í 3-0 en Hera Björk svaraði því með að taka sex af næstu sjö lotum og fyrsta settið, 6-4.

Anna Soffía og Hera Björk urðu svo saman meistarar í tvíliðaleik eftir öruggan sigur á Ingibjörgu Önnu Hjartardóttur og Selmu Dagmar óskarsdóttur í tvíliðaleik.

Bonifacius-feðgarnir urðu einnig meistarar í tvíliðaleik eftir öruggan sigur á Agli Egilssyni og Guðjóni Birni Ásgeirssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×