Lífið

Her stjarna lét Hervar heyra það fyrir að skrópa á Þjóðhátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristinn er hér lengst til vinstri með vinkonu sinni. Hervar er aftur á móti lengst til hægri. Herinn er á milli þeirra.
Kristinn er hér lengst til vinstri með vinkonu sinni. Hervar er aftur á móti lengst til hægri. Herinn er á milli þeirra. vísir
„Þetta byrjaði allt þannig að ég reyndi að draga hann Hervar félaga minn á þjóðhátíð,“ segir Kristinn Arnar Einarsson, sem fékk svo gott sem alla listamennina sem spiluðu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum til að senda Hervari ískalda kveðju fyrir það að skrópa á Þjóðhátíð.

„Þar sem að hann drekkur ekki og hefur aldrei drukkið var ég viss um það að hann myndi gera helgina betri, á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð segi ég honum að drífa sig yfir. Nokkrir sameiginlegir vinir okkar sem voru nú þegar komnir til eyja og reyndu einnig að draga hann yfir, þannig ég sagði bara við strákana að við myndum merkja allar myndir og öll myndbönd #hvarerhervar alla helgina og þeir tóku auðvitað undir það,“ segir Kristinn en hann var að vinna fyrir þjóðhátíðarnefnd alla helgina að skutla hljómsveitunum í Dalinn og sækja þær þegar þau mættu til Eyja.

Hervar fékk þessi Snapchat send um helgina.vísir
„Þannig að á föstudeginum þegar ég sótti Frikka Dór ákvað ég að spyrja hvort hann væri ekki til í að peppa Hervar að koma á Þjóðhátíð og það var lítið mál að græja það, þá var restin ekkert mál,“ segir Kristinn sem fékk allar hljómsveitirnar sem hann skutlaði með sér í lið.

„Ég fékk þau til þess að segja eitthvað sniðugt og allt var þetta spuni hjá þeim sem gerði þetta ennþá skemmtilegra. Þetta var auðvitað algjör snilld, en það leiðinlegasta við þetta er að Hervar komst aldrei og var hann ekki sáttur með það og lofaði mér því að hann myndi mæta mánudeginum fyrir þjóðhátíðina árið 2016.“

Hér að neðan má sjá myndbandið frá Kristni. 

Jæja ég held það hafi nú ekki farið framhjá neinum snapchat vini mínum að það vantaði Hervar á þjóðhátíð þetta árið, ég vona bara innilega að drengurinn mæti á Þjóðhátíð 2016. Ætla að skella þessu myndbandi með öllum helstu klippunum frá snapchatinu mínu og þakka þeim sem komu fram í þessum myndböndum kærlega fyrir að taka þátt í þessari vitleysu með mér. #hvarerhervar

Posted by Kristinn Arnar Einarsson on 3. ágúst 2015

Tengdar fréttir

Það er bakaríslaust á Heimaey

„Við reyndum einu sinni að hafa opið yfir helgina en það var ekkert að gera,“ segir einn eigenda Arnórs bakara. Starfsmenn NOVA fá inni í bakaríinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×