Viðskipti innlent

Hér eru bílar gamlir og gráir upp til hópa

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gjaldþrot bílgreinafyrirtækja voru nærri meðaltali í fyrra, 3,4 prósent. Metið í gjaldþrotum var sett 2011 þegar 5,0 prósent, eða 40 fyrirtæki, fóru á hausinn.
Gjaldþrot bílgreinafyrirtækja voru nærri meðaltali í fyrra, 3,4 prósent. Metið í gjaldþrotum var sett 2011 þegar 5,0 prósent, eða 40 fyrirtæki, fóru á hausinn. Fréttablaðið/Anton
Grár er langvinsælasti liturinn á nýjum bílum. Þetta má lesa úr Árbók bílgreina 2014 sem nýverið kom út í tengslum við aðalfund Bílgreinasambandsins.

Nærri helmingur nýskráðra bíla á síðasta ári var grár, en hlutfallið hefur síðustu ár sveiflast í kring um fimmtíu prósentin. Miklu munar svo á næstu litum.

Í öðru sæti var hvítur með fimmtungshlutdeild. Hvítur hefur verið í öðru sæti frá 2010. Þriðja sætið hefur líka verið óbreytt frá þeim tíma, en það verma brúnir bílar með um 12 prósenta hlutdeild.

Jón Trausti Ólafsson
Í ritinu koma líka fram áhyggjur Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins, af aldri bílaflota landsmanna, sem farið hafi hratt hækkandi síðustu ár. 

„Svo hratt að í dag er hann einn elsti bílafloti Evrópu og er meðalaldur skráðra fólksbíla á Íslandi hátt í 13 ár,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×