Enski boltinn

Henry: Hazard var allt annar

Dagur Lárusson skrifar
Hazard fór á kostum í gær.
Hazard fór á kostum í gær. vísir/getty
Thierry Henry, fyrrum knattspyrnumaður og nú álitsgjafi hjá Sky Sports, segir að Antonio Conte eigi mikið hrós skilið fyrir það hvernig hann hafði áhrif á Eden Hazard nú í vikunni.

Eden Hazard fór á kostum í liði Chelsea í gær er liðið sigraði Brighton en Henry fór fögrum orðum um Hazard og Conte.

„Mér líkar við það sem Antonio Conte gerði,“ byrjaði Henry á að segja.

„Ég horfði á leikinn gegn Leicester fyrir viku og þá voru þeir ekki að skapa mikið af færum og skoruðu ekki og Conte ákvað að taka hann af velli. Þegar jafn hæfileikaríkur leikmaður og Hazard er tekinn af velli þegar liðið þarf að skora þá á það til að vekja menn upp og það var svo sannarlega raunin í þessu tilviki.“

„Hazard var allt annar leikmaður gegn Brighton og það er Conte að þakka. Stundum eru leikmenn einfaldlega bara þreyttir en stundum þarf að minna þá á að þeir eru ekki að standa sig nógu vel.“


Tengdar fréttir

Hazard með tvö er Chelsea komst aftur á sigurbraut

Eden Hazard skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Chelsea á Brighton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en með sigrinum komst Chelsea upp í 3.sæti deildarinnar með 50 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×