Enski boltinn

Henderson sagður skrifa undir nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jordan Henderson í leik með Liverpool.
Jordan Henderson í leik með Liverpool. Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að Jordan Henderson muni senn skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Núverandi samningur hans rennur út eftir rúmt ár en sá nýji mun tryggja Henderson 100 þúsund pund í vikulaun eftir því sem fram kemur í ensku blöðunum.

Félagið hefur sagt að það muni ekki tjá sig um þessar fregnir. Samningamál félagsins hafa verið til umfjöllunar að undanförnu eftir að Raheem Sterling greindi frá því að hann hefði hafnað sams konar samningstilboði frá félaginu.

Henderson er 24 ára gamall og hefur verið fyrirliði Liverpool í fjarveru Steven Gerrard, sem yfirgefur félagið í sumar.

Hann kom til Liverpool frá Sunderland árið 2011 fyrir 20 milljónir punda. Hann átti erfitt uppdráttar fyrsta tímabilið sitt en hefur síðan verið lykilmaður í liði Brendan Rodgers.

Samningar þeirra Kolo Toure og Glen Johnson renna út í sumar og er líklegt að báðir yfirgefi félagið þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×